Tvíburasysturnar Bríet Björgvinsdóttir og Íris Björgvinsdóttir eru bestu vinkonur Hólmfríðar Sig Sigþórsdóttur. Sátu þær þrjár saman á stéttinni við Kjörbúðina og spiluðu svona líka flott á blokkflautur. Hjá þeim var virðulegur pípuhattur sem þær söfnuðu klinki í frá gangandi vegfarendum.

Fréttaritara lék forvitni  á að vita af hverju þessar ungu stúlkur væru að safna pening. Þær svöruðu greiðlega “það er svo heitt að okkur langar í ís”

Síðan kom í ljós að þær systur Bríet og Íris eru að flytja úr bænum og þær langar að gera eitthvað skemmtilegt saman áður en þær systur flytja til Hveragerðis

Héldu þær síðan áfram að spila saman á blokkflauturnar eftir að þær sögðu mér að að Steini Sveins væri mjög skemmtilegur blokkflautukennari.

Það er missir af svona dugmiklu ungu fólki úr bænum.

Virðulegur pípuhattur

 

Gaman saman

Texti og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir