Á 865. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar lágu fyrir drög að samstarfssamningi á milli Fjallabyggðar og Veraldarvina til þriggja ára.
Það felur m.a. í sér tiltekin verkefni í samráði við Skógræktarfélögin á Siglufirði og í Ólafsfirði og önnur verkefni á opnum svæðum í Fjallabyggð.
Bæjarráð staðfesti samningsdrögin eins og þau liggja fyrir og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun.