Húnaþing vestra og Samtökin ’78 hafa gert með sér samstarfssamning um reglubundna fræðslu samtakanna um hinsegin málefni fyrir starfsfólk grunnskóla, leikskóla og félagsmiðstöðvar, nemenda grunnskóla og til stjórnenda sveitarfélagsins til næstu þriggja ára.  Samningurinn ber með sér afar umfangsmikla fræðslu til starfsfólks og barna og ungmenna í sveitarfélaginu. Í samningnum felst líka aðgengi allra íbúa sveitarfélagsins að ráðgjöf Samtakanna ’78 án endurgjalds.

Með samningnum er samstarf sveitarfélagsins og samtakanna formfest sem skapar skýrari ramma og gerir eftirfylgni markvissari. Megin markmið hans er að tryggja að hinsegin fólk mæti skilningi, líði vel í sveitarfélaginu og fái nauðsynlegan stuðning. 

Nánari upplýsingar um starf Samtakanna ´78.

Hinsegin frá Ö til A – upplýsingar um hinsegin litrófið.

Á forsíðumynd eru þau Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri og Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 að handsala samninginn.


Mynd/ Húnaþing vestra