Bráðskemmtileg hátíð í Ólafsfirði sem hentar öllum aldurshópum. Hver elskar ekki að horfa á aðra detta, klæða sig í búning og hafa gaman í góðra vina hópi. Haldið ykkur hreinum í sumar og rennið norður 19. júlí.
Um sápuboltann
Á mótinu spila fjórir saman í liði og engin takmörk eru á skiptimönnum. Mótið fer fram á dúk sem er 15×20 að stærð og notast er við handboltamörk. Liðin eru hvött til þess að mæta í búningum en veitt verða verðlaun fyrir flottasta búninginn ásamt öðrum skemmtilegum viðurkenningum á lokahófi Sápuboltans sem fer fram samdægurs. Þegar líða fer að kveldi tekur við skemmtun fram eftir nóttu.
Mynd/á vefsíðu Fjallabyggðar