Nýjasta lag September er komið út á streymisveitum. Lagið sem nefnist California er sungið af söngkonunni Brynju Mary. California er fyrsta lagið sem Brynja syngur með September.

Lagið er hresst og skemmtilegt, og er nú þegar komið í spilun á FM Trölla.

Brynja Mary Sverrisdóttir sem er aðeins 16 ára tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2020 með laginu Augun þín (e. In your eyes).

September
Mynd: Anna Maggý

Eyþór Úlfar Þórisson og Andri Þór Jónsson skipa teymið September sem hefur í gegnum tíðina unnið með fjölmörgum listamönnum, meðal annars Steinari, Jóni Jónssyni, Tómasi Welding, Birgittu Haukdal og Töru Mobee sem tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins á síðasta ári með lagið Betri án þín sem Eyþór og Andri sömdu.