Húnaþing vestra veitir eftirfarandi stuðning í húsnæðismálum með hliðsjón af aðstæðum hvers og eins:

  1. Sérstakar húsaleigubætur
  2. Stuðningur vegna barna 15-17 ára sem leigja á heimavist/námsgörðum
  3. Stuðningur vegna námsmanna 18-20 ára sem ekki fá inni á heimavist eða námsgörðum.
  4. Lán vegna fyrirframgreiðslu húsaleigu og/eða tryggingar.

Endurnýja þarf eldri umsóknir um sérstakar húsaleigubætur fyrir hvert almanaks-/skólaár eða hverja önn.

Sótt er um í gegnum Íbúagátt Húnaþings vestra undir Fjölskyldusvið/félagsþjónustu.

Nánari upplýsingar og aðstoð veitir Henrike Wappler, félagsráðgjafi.