Nemendur Tröllahóls, fjögurra og fimm ára úr Leikhólum í Ólafsfirði, heimsóttu  MTR í gær.

Þau höfðu meðferðis og afhentu myndir sem starfsbrautarnemar í MTR munu svo semja sögur út frá.
Myndefnið var frjálst en flestir teiknuðu fólk, til dæmis fjölskyldu sína, en sumir teiknuðu tröll og aðrar fígúrur sem ekki búa í mannheimi.
Hugmyndin að þessu skemmtilega samstarfsverkefni MTR og Leikhóla eiga hjónin Guðrún Þorvaldsdóttir og Hólmar Hákon Óðinsson. Hann er umsjónarmaður starfsbrautar en hún er iðjuþjálfi bæði í leikskólanum og MTR.

Sögurnar með myndum verða á sýningu skólans á verkum nemenda í desember.  Myndir

 

Frétt og myndir: MTR