Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Samfélagsverðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel. Tilnefningar þurfa að berast fyrir fimmtudaginn 22. apríl nk. Hægt er að senda inn tilnefningu eftir þremur leiðum:

  • Senda inn rafrænt hér
  • Senda inn tilnefningu á heba(hja)skagafjordur.is
  • Skila inn skriflegri tilnefningu í afgreiðslu ráðhússins