Á heimasíðu Dalvíkurbyggðar kemur fram að þann 23. ágúst síðastliðinn voru samþykktar uppfærðar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í Dalvíkurbyggð. Markmiðið með reglunum er að skilgreina það hátterni og viðmót sem kjörnum fulltrúum ber að sýna við störf sín á vegum Dalvíkurbyggðar. Með kjörnum fulltrúum er hér átt við sveitarstjórnarfulltrúa og aðra  þá sem kjörnir eru til setu í nefndu og ráðum hjá Dalvíkurbyggð.

Í siðareglunum er meðal annars tekið á ábyrgð, eftirfylgni með lögum, reglum og samþykktum, upplýsingum, umboði, verkaskiptingu, trúnaði, hagsmunaárekstrum og gjöfum.

Siðareglurnar er að finna á heimasíðu Dalvíkurbyggðar en þeir sem vilja kynna sér þær geta einni smellt á hlekkinn hérna fyrir neðan.

Siðareglur kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggð

 

Frétt og mynd: Dalvíkurbyggð