Mjög góð aðsókn hefur verið á sýningu Örlygs Kristfinnssonar í Söluturninum við Aðalgötu.
Um 850 manns hafa skoðað Lundabúðina en það er heitið á þeim 70 verkum sem eru þar til sýnis.
Öll eru þau unnin með vatnslitum á pappír og fjörusprek. Lýkur sýningunni um miðjan laugardag næstkomandi en samdægurs opnar Kristján Jóhannsson sýningu sína á sama stað.

Mynd: Örlygur Kristfinnsson