Siglfirðinga golfmótið fór fram á Hamars velli í Borgarnesi í ágætu golfveðri, 15 stiga hita, en sólarleysi og það sem mest er um vert, engin rigning.
Mótið tókst í alla staði mjög vel og voru 68 keppendur að þessu sinni.
Mótsstjórn tilkynnti að mótið á næsta ári fer fram á sama stað sunnudaginn 21. ágúst 2022, svo Siglfirskir golfarar og ættaðir ættu að taka daginn frá.
Stefnt er að því að ræsa alla keppendur út á sama tíma, en endanleg ákvörðun verður ekki tekin alveg strax, þar sem eftir er að semja um slíkt fyrirkomulag við golfklúbbinn, en dagurinn hefur verið tekinn frá.
Glæsileg verðlaun voru veitt í mótinu, þau helstu voru gefin af eftirtöldum aðilum, og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir stuðninginn.
Þessi fyrirtæki gáfu verðlaun mótsins:
Arion banki gaf teiggjafir
Sigló Hótel
Icelandair
Krónan
CitoCare snyrtivörur framleiddar á Siglufirði.
Vinnuföt
Siglufjarðarapótek, svo og fjölmörg önnur fyrirtæki s.s. Iðnver, GKG, Golfklúbburinn Oddur, Aðalbakaríið, Fiskbúð Fjallabyggðar, Vörður, Torgið, KLM verðlaunagripir, Veitingastaðurinn Siglunes, Nói-Síríus og Segull 67.
Rétt er að benda Siglfirðingum og Siglfirsk ættuðum golfurum sem og öðrum golfáhugamönnum á að líka síðu Siglfirðingagolfs á facebook.
Meðfylgjandi eru myndir frá verðlaunaafhendingunni og af sigurvegurum mótsins sem Kristján L. Möller tók.
Mótsstjórn þakkar öllum fyrir komuna á mótið.