í frétt Mbl.is kemur fram að meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að ráða Siglfirðinginn Birgi Gunnarsson í starf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.
Hann tekur við starfinu af Guðmundi Gunnarssyni sem hætti sem bæjarstjóri í lok janúar.
Í tilkynningu segir að Birgir er fæddur árið 1963 og er uppalinn á Siglufirði og lauk þaðan grunnskólanámi. Hann er stúdent frá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst. Því til viðbótar lauk hann námi í rekstri og stjórnun frá Háskólanum í Gautaborg.
Birgir tekur við starfi bæjarstjóra 1. mars en ráðningin er með fyrirvara um samþykki bæjastjórnar sem kemur næst saman 20. febrúar.
Mynd: úr einkasafni