Systurnar Hrafnhildur Edda og Sólrún Anna Ingvarsdætur voru á dögunum boðaðar á landsliðsæfingu í badminton sem fer fram helgina 25.-27. maí.
Hrafnhildur Edda (10 ára) æfir með TBS en Sólrún Anna (19 ára) sem hóf ferilinn hjá TBS hefur undanfarna tvo vetur æft með BH í Hafnarfirði meðfram námi.
Sólrún Anna keppir nú um helgina fyrir Íslands hönd á alþjóðlega badmintonmótinu Danish Junior Open í Farum í Danmörku. Þær systur lentu báðar í öðru sæti í A-flokki á íslandsmóti í sínum aldurshópum.
Þær systur hafa báðar unnið til fjölda verðlauna á mótum vetrarins og Sólrún Anna vann sér á dögunum þáttökurétt í meistaraflokki kvenna á næstu leiktíð.
Texti: aðsendur