Siglufjarðarvegur er lokaður vegna aurskriða, jarðsigs og grjóthruns eftir vatnsveðrið um helgina. Reiknað er með að hann verði fær á morgun að sögn Vegagerðarinnar.
Halldór Gunnar Hálfdansson bóndi í Fljótum tók sig til í gær og hjólaði veginn til að skoða vegsummerki.
Eins og sést hefur vont versnað og ljóst að veginn hefur orðið fyrir miklu tjóni í rigningu síðustu daga.
Halldór Gunnar hjólaði frá Hraunum út á Kóngsnef og flaug drónanum þaðan yfir á Sauðanes, gat hann ekki séð að vegurinn hefði versnað vestan við gangnamunnann Fljótamegin.
Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir að mikið grjóthrun og töluverð hreyfing er á landinu við veginn í Almenningum eftir úrkomu síðastliðinna daga. Vegurinn verður áfram lokaður, til miðvikudags. Hjáleiðir eru um Lágheiði (82) eða Öxnadalsheiði (1) og Ólafsfjarðarveg (82).
Myndir/Halldór Gunnar Hálfdansson