Siglu­fjarðar­vegi var lokað klukk­an 22 í kvöld vegna snjóflóðahættu.

Fréttaritarar Trölla.is urðu frá að hverfa vegna lokunarinnar við Hraun í Fljótum og ætla að freista þess að fara Öxnadalsheiði og Ólafsfjarðarmúla til Siglufjarðar.

Á Norður­landi er víðast hvar nokk­ur hálka, snjóþekja eða þæf­ings­færð s.s. á milli Hjalteyrar og Dalvíkur, og eins á Víkurskarði. Sum staðar er élja­gang­ur eða skafrenn­ing­ur, einkum á Trölla­skaga og í Eyjaf­irði.

Þetta kem­ur fram í upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni.

 

Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir