Á bæjarhátíð Siglufjarðar, Síldarævintýrinu sem verður haldið um Verslunarmannahelgina verður bænum skipt upp í fjögur litahverfi.
Skiptingin á litahverfunum er eftirfarandi.
– Suðurbær, sunnan Skriðustígs, er rauður.
– Eyrin, neðan Túngötu er gul.
– Brekkan, ofan Túngötu, frá Skriðustíg að Þormóðsgötu er græn.
– Norðurbær, utan Þormóðsbrekku er blár.
Íbúar bæjarins eru hvattir til að skreyta húsin sín.
Hægt er að fylgjast nánar með á facebook síðu Síldarævintýrisins