Oft á tíðum dettur undirrituð í að skoða myndir og myndbönd sem Steingrímur Kristinsson hefur tekið í gegnum tíðina. Myndbandið hér að neðan er eins og gluggi til fortíðar, minningarbrotin hrannast upp sem gleði, söknuður og allt þar á milli.

Steingrímur gaf Trölla.is góðfúslegt leyfi til að birta meðfylgjandi myndband sem hann gerði með mannamyndum sem hann tók á Siglufirði í apríl 2004.

Ætlunin er að grúska frekar í myndböndum Steingríms og birta þau á Trölla.is af og til.

Mynd: Skjáskot út myndbandi
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir