Tómatsúpa með pasta (uppskrift fyrir 3-4)

  • 2 dl ósoðið pasta
  • 1 dós Hunt´s hakkaðir tómatar með basiliku, hvítlauk og oreganó (411 g)
  • 1 ½ dl vatn
  •  ½ laukur, hakkaður
  • 1 hvítlauksrif, pressað
  • 1 dós 18% sýrður rjómi (180 g)
  • 1 grænmetisteningur
  • 1 ½ tsk þurrkuð basilika
  • 1 tsk sykur
  • salt og pipar

Sjóðið pastað í vel söltu vatni (verið óhrædd við að nánast missa saltstaukinn í vatnið) og skolið síðan í köldu vatni.

Hakkið og steikið laukinn við vægan hita þar til hann er orðinn mjúkur en ekki farin að brúnast. Bætið öllum öðrum hráefnum fyrir utan pastað saman við og látið sjóða í 10 mínútur.

Smakkið til og bætið pastanu í súpuna. Berið fram með fersk rifnum parmesan og góðu brauði.

.

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit