Sigurblót verður haldið við Menntaskólann á Tröllaskaga í dag sumardaginn fyrsta, 24. apríl kl. 16:00.

Sigurblót er eitt af fjórum höfuðblótum ásatrúarmanna og er alltaf á sumardaginn fyrsta. Nafnið vísar til þess að vorið er að sigra veturinn, sólin að sigra kuldann og lífið er að kvikna hvarvetna í náttúrunni.

Sigurður Mar Svínfellingagoði helgar blótið.

Á eftir verður blótgestum boðið upp á kaffi og með því.
Öll hjartanlega velkomin.

Sólarblót í snjókomu