Sr. Árni Sigurðsson, börn hans Arnór, Hildur og afkomendur gáfu Þingeyraklausturskirkju grænan hökul og stólu að gjöf fyrir nokkru. Græni liturinn er sá litur er gengur lengst í kirkjuárinu.

Um að ræða höfðinglega minningargjöf um frú Eyrúnu Gísladóttur, eiginkonu Sr. Árna, sem þakkað er fyrir og þann hlýhug sem gjöfin ber með sér. Gjöfinni veittu viðtöku Sr. Sveinbjörn Einarsson sóknarprestur og Björn Magnússon fyrir hönd sóknarnefndar Þingeyrasóknar.

Sr. Árni Sigurðsson var sóknarprestur í Þingeyraklaustursprestakalli í um þrjá áratugi en dvelur nú á Litlu Grund við Hringbraut í Reykjavík þar sem hann unir sér vel.

Mynd: Frá afhendingu hökuls og stóls. Á myndinni eru Hildur Árnadóttir, Sr. Árni Sigurðsson, Sr. Sveinbjörn R. Einarsson, Arnór Árnason og Björn Magnússon.

 

Af huni.is