Það eru allir í klárir fyrir Síldarævintýrið á Siglufirði, bæði gestir og heimamenn hafa verið að keppast við að skreyta hús og jafnvel bíla, hver með sínum hverfislitum.
Tjaldstæðin eru óðum að fyllast og bílastæðið við Sigló Hótel orðið pakkfullt sem bendir til þess að þar inni sé orðið þétt setinn bekkurinn, og það þrátt fyrir að veðurspáin sé síður en svo upp á það besta .
Allt þetta segir okkur að Síldarævintýrið hafa endanlega sest að í vitund bæjarbúa og velunnara staðarins þrátt fyrir að bæjaryfirvöld virðast vera með eindæmum áhugalítil um þessa einstöku bæjarhátíð.
Myndir: Leó Ólason