Stýrihópur Félags um Síldaævintýri á Siglufirði gaf úr eftirfarandi yfirlýsingu fyrr í dag.
“Í ljósi aðstæðna verður ekki formlegt Síldarævintýri á Siglufirði í ár en til að lífga upp á tilveruna ætlum við að halda okkur við tvær þeirra nýjunga sem lukkuðust svo vel í fyrra þ.e. hverfisskreytingarnar og götugrillin.
Eftir hinar frábæru undirtektir við hverfisskreytingunum í fyrra hvetjum við íbúa staðarins til að lífga upp á bæinn okkar um verslunarmannahelgina með því að skreyta í hverfislitunum. Það eru að sjálfsögðu sömu litir og í fyrra og veitt verða verðlaun fyrir frumlegheit, stíl o.fl.
Einnig verða skipulagðar götugrillveislur fyrir íbúa og gesti þeirra fimmtudagskvöldið 30. júlí. Líkt og í fyrra setjum við það í hendurnar á hverfunum að skipuleggja sínar veislur og biðjum grillara síðasta árs að setja sig í gírinn. Undirbúningshópurinn mun útvega eitthvað hráefni á grillin, nánari fréttir af því innan tíðar, en við leggjum áherslu á að fólk komi með eitthvað á grillin líka.
Svo má benda á að ýmislegt verður um að vera á skemmtistöðum, veitingastöðum, söfnum og setrum á Siglufirði um verslunarmannahelgina líkt og aðrar helgar sumarsins”.