Dagskráin í dag, laugardaginn 2. ágúst á Síldarævintýri er fjölbreytt og eitthvað við allra hæfi.
Síldarævintýrið á Siglufirði 2025 er nú haldið í þrítugasta og fyrsta sinn. Lagt er upp með fjögurra daga fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina í svipuðum anda og verið hefur undanfarin ár.
Sem fyrr er markmið hátíðarinnar að kynna það sem Siglufjörður hefur upp á að bjóða í menningu, mat og drykk að ógleymdu stórfenglegu umhverfi og sögunni sem er við hvert fótmál.
Öll barnadagskrá verður ókeypis, heimafólk í aðalhlutverki í tónlistarflutningi og annarri skemmtun, söfn og setur bjóða upp á fjölbreytta dagskrá.
Laugardagur 2. ágúst
Kl. 10
Sagnasigling og veiðiferð með eikarbátum Örkinni *
Kl. 10.00 – 17.00
Síldarminjasafn:
Listsýning Ragnars Páls Einarssonar á Gránulofti
Kl. 11.30 – 18.00
Segull 67 – DJ, Grill og Gleði
Kl. 12.00 – 16.00
Íþróttahúsið á Siglufirði
Hoppukastalar, Nerfbyssur og andlitsmálun
Kl. 12.00 – 18.00
Hoppland – Stokkið í sjóinn á Ingvarsbryggju
(Takið með handklæði) Frítt 0 – 18 ára
Kl. 12.30 – 14.00
Segull 67 – Krakkaleikarnir
Kl. 14.00 – 16.30
Segull 67 – Fornbílasýning
Kl. 14:00 – 17:00
Alþýðuhúsið – Sýning í Kompunni, Anna Þóra Karlsdóttir
Kl. 15.00
Síldarsöltun og bryggjuball við Róaldsbrakka
Kl. 15.00 – 17.00
Segull 67 – Bjórleikarnir – Keppt í ýmsum þrautum
Kl. 16.00 – 18.00
Sundlaugin á Ólafsfirði – Frítt fyrir 0-16
Kl. 16.00 – 19.00
Segull 67 – Lifandi tónlist
Kl. 20.00 – 21.00
Alþýðuhúsið – Tónleikar með Marey
Anna Sóley Ásmundsdóttir og Lilja María Ásmundsdóttir
Kl. 20.00 – 23.30
Ráðhústorg – Afmælistónleikar Ástarpunganna
ásamt Eyþóri Inga og Skandal
Kl. 23.30
Kaffi Rauðka – Dansleikur með Landabandinu *
Frítt í sturtu fyrir tjaldsvæðisgesti á Síldarævintýri
5 ára afmælistónleikar Ástarpunganna
Mynd/Síldarævintýrið