Síldarárin 1867-1968 Bókin mikla, SÍLDARÁRIN, var kynnt í Bátahúsinu laugardaginn 7. des.

Ekkert þótti eðlilegra en höfundurinn, Páll Baldvin Baldvinsson, æki alla leið norður í „Mekka“ síldarinnr til að kynna þetta stórvirki sitt.

Hann flutti skemmtilegt erindi um síldina og mikilvægi hennar fyrir þróun íslensks samfélags þar sem verkafólkið og þá ekki síst síldarstúlkurnar léku aðalhlutverkin. Safnið bauð upp á kaffi og kökur og „síldargengið“ fræga söng nokkur lög að lokum.

Margt fólk sótti samkomuna og margar bækur voru seldar og áritaðar. SÍLDARÁRIN verða til sölu á Síldarminjasafninu og í Kjólakistunni í Söluturninum fram að jólum, á tilboðsverði.

 

Spjallað yfir kaffibolla eftir kynninguna. Páll Baldvin, Anita safnstjóri og Þórarinn Eldjárn skáld. Mynd: GR

 

Bókin er tileinkuð allslags verkakonum – ekki síst síldarstelpum eins og Tinnu Hjaltadóttur. Mynd: AE