Síldarkaffi hefur nú starfað í eitt ár, það var opnað 3. ágúst 2024.
Á þeim tíma hefur verið byggt upp öflugt rekstrarumhverfi þar sem lögð er áhersla á vandaðan mat, góða þjónustu og þægilegt umhverfi fyrir gesti.
Starfsemin byggir á samstilltu teymi þar sem hver og einn leggur sitt af mörkum til að tryggja faglega og áreiðanlega þjónustu. Góð aðsókn og jákvæð viðbrögð gesta hafa skapað sterkan grundvöll fyrir áframhaldandi rekstur.
Á facebook Síldarkaffis segir: “Það er okkur hjartans mál að matreiða síld í hæsta gæðaflokki og gleðja gesti okkar með ljúffengum síldarréttum og sjá þá njóta þess að borða síld. Við veljum að vinna með góð hráefni, hvort sem það er íslensk síld, rækjur sem landað er vikulega hér á Siglufirði eða nýveiddur fiskur. Við lögum alla síld frá grunni, bökum allar kökur og öll brauð, gerum okkar eigið majones og súpur – og áfram mætti telja”



Myndir/Síldarkaffi