Logi Einarsson menningarráðherra úthlutaði styrkjum úr Safnasjóði við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafni Íslands síðdegis í gær, í kjölfar ársfundar höfuðsafnanna þriggja.

Síldarminjasafnið hlaut hæstu mögulegu úthlutun öndvegisstyrks til þriggja ára, einn verkefnisstyrk úr aðalúthlutun auk tveggja styrkja úr aukaúthlutun sjóðsins og nemur upphæð þeirra alls 17 mkr.

Róaldsbrakki, ný grunnsýning (2025-2027): 15.000.000 kr.

Ný og endurbætt vefsíða; www.sild.is – stafræn miðlun: 1.400.000 kr.

Farskóli safnmanna á Selfossi 2025: 300.000 kr.

Svæðisbundið samstarf safna og ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi, í samvinnu við Safnafræðideild HÍ, FÍSOS & SAF: 300.000 kr.