Teater Viva frá Danmörku verður með vinnustofuna Singing Our Place á Kaffi Klöru sunnudaginn 1. september.

Verkefnið er að frumkvæði hinnar dönsku Katrine Faber listræns stjórnanda Teater Viva, söngkonu, sögumanns, leikkonu, tónskálds og raddkennara sem nú er í Ólafsfirði. Katarine hefur dvalið í Ólafsfirði þrisvar sinnum áður.

Singing Our Place er norrænt verkefni sem gengur út á að tvinna saman náttúru, sögu og framtíðarsýn.

Kaffi Klara Art Residence heldur viðburðinn í samstarfi við  Singing Our Place og byrjar vinnustofan kl. 11:00 með kaffi og meðlæti á kaffihúsinu og stendur til kl. 17:00.

Síðan verða léttar veitingar og skemmtilegar uppákomur á Kaffi Klöru frá kl: 19:00 – 21:00.

Verð 1500 kr. fyrir fulloðna og 500 kr. fyrir börn, innifalið í verðinu er einnig létt kvöldmáltíð.

Sjá nánar um viðburð: HÉR

 

Mynd: Singing Our Place