Það hefur ekki farið framhjá neinum að snjóleysið hefur leikið skíðaíþróttina illa það sem af er vetri segir á facebooksíðu Frétta- og fræðslusíða UÍF.
En skíðafólk situr þó ekki auðum höndum og seinni partinn í febrúar voru tveir vinnudagar hjá Skíðafélagi Ólafsfjaðrar.
Vaskur hópur foreldra/sjálfboðaliða þreif skíðaskálann hátt og lágt og farið var í girðingarvinnu í Bárubraut. Þar höfðu snjógirðingar laskast mikið í roki í haust og vetur en standa nú klárar að grípa þann snjó sem kemur. Það er bara spurning hvenær það verður!
Mynd/UÍF