Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík hefur tekið í notkun sjálfsafgreiðslustand við móttökuna þar sem skjólstæðingar HSN skrá sig beint inn með kennitölu sinni og staðfesta þar með komu ásamt því að greiða þar um leið komugjald með greiðslukorti, þar sem það á við.
Næsta skref er að öll önnur gjöld sem sem tilheyra læknisþjónustunni verði einnig greidd á þennan hátt í sjálfsafgreiðslu.
Fleiri starfsstöðvar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands munu fylgja í kjölfar Húsvíkinga og innleiða þessa viðbót í þjónustu sem væntanlega á eftir að reynast vel.
Á forsíðumynd má sjá starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík við nýja sjálfsafgreiðslustandinn í móttökunni.
Mynd: HSN