Gestaherbergið er hressilegur þáttur sem sendur er út frá stúdio 3 í Noregi kl. 17-19 á FM Trölla og www.trolli.is og í dag er Queen þema.

Já, við vitum að við höfum verið með það áður… þetta er bara svo góð hljómsveit. Svo eru þáttastjórnendur líka báðir á fimmtugsaldri og geta gert bara það sem þeir vilja!

Nema í þetta sinn ætlum við að spila fleiri lög með Queen.

Það verður samt hægt að biðja um önnur óskalög eins og alltaf. Og hægt að hringja í okkur eins og alltaf (við erum ekki mikið að breyta svona útaf reglunni). Síminn er 5800 580. Við munum svara eftir bestu getu. Aðeins ein lína er í boði í einu.

Fylgist með þættinum Gestaherbergið á FM Trölla á þriðjudögum kl. 17:00 til 19:00.


FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is/gear/player/player.php


Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á www.skip.trolli.is