Árlegt bátasmíðanámskeið verður haldið vikuna 25. – 29. september nk. á vegum Síldarmanasafns Íslands og geta áhugasamir skráð sig með því að senda tölvupóst á netfangið anita@sild.is eða hringja í síma 467 1604.

Námskeiðið er ætlað iðnnemum, safnmönnum og öðrum áhugamönnum um bátavernd. Kennsla verður í höndum Hafliða Aðalsteinssonar og Einars Jóhanns Lárussonar.

Allar frekari upplýsingar um námskeiðið má nálgast á vefsíðu safnsins: http://www.sild.is/frettir/batasmidanamskeid-2023