Á 710. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var lagt fram erindi Hestamannafélagsins Glæsis, í erindinu óskar stjórn félagsins eftir fundi með bæjarráði vegna þriggja atriða sem tíunduð eru í erindinu.

Einnig er lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð samþykkir að bjóða stjórn Hestamannafélagsins Glæsis til fundar á næsta reglulega fund ráðsins og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að boða stjórn félagsins til fundar.