Átta umsóknir bárust um tímabundna stöðu yfirhafnarvarðar Fjallabyggðar sem auglýst var laus til umsóknar, en umsóknarfrestur rann út mánudaginn 28. september síðastliðinn. Úrvinnsla umsókna stendur yfir.

Eftirtaldir sóttu um stöðuna:

  • Arnar Ágústsson stýrimaður
  • Heimir Sverrisson vinnslustjóri
  • Hörður Bjarnason háseti
  • Jón Karl Ágústsson starfsmaður Genís
  • Kristinn S. Gylfason vélstjóri
  • Kristján Kristjánsson rekstrarstjóri
  • Leno Passaro hafnarvörður
  • Rögnvaldur Karl Jónsson stýrimaður

Mynd: Ingvar Erlingsson