Dúettinn Natalia og Elvar verða með tónleika á Kaffi Klöru Laugardagskvöld 13. júlí n.k. klukkan 22:00.
Þar munu þau spila og syngja nokkrar vel valdar nýjar og gamlar ábreiður í flottum útsetningum sem þau hafa verið að setja saman í flott prógramm, þar má m.a. heyra frumsamin lög sem eru væntanleg á nýjum geisladisk sem dúettinn er að vinna að um þessar mundir.
Miðaverð: 1500 kr.
Frétt og mynd: aðsent