Sjana Rut hefur gefið út nýtt lag sem hún nefnir: “Er ég sá þig” og er komið í spilun á FM Trölla. Tónlistarmyndband er í bígerð.

Lagið er bjart og fallegt en það fjallar um fæðingu dóttur Sjönu.

Þjóðlagaskotið en þó í popp formi og gæti átt heima á kaffihúsi í París eða í ljúfu frönsku ævintýri enda er hljóðheimurinn innblásinn af franskri þjóðlagatónlist.

Lagið er af komandi breiðskífu sem heitir Raunheimar en þessi plata er samansafn af sögum frá fólki sem hún hefur kynnst á lífsleiðinni en einnig úr hennar persónulega lífi, eins og til dæmis nýjasta lagið.

“Eins og nafnið á plötunni gefur til kynna að þá eru þetta allt saman sögur sem eiga sér stað í raunheimum.”

Sjana samdi öll lögin á plötunni sem var mestmegnis hljóðrituð í Stúdíó Paradís og masteruð af Oli Morgan í Abbey Road Studios.

Pálmi Sigurhjartarson leikur á harmonikku og píanó, Kjartan Baldursson sá um allan gítarleik og Jóhann Ásmundsson (Mezzoforte) spilar á kontrabassa.

Upptökur fóru fram í Stúdíó Paradís þar sem Ásmundur Jóhannsson hljóðritaði.

Titill lags: Er ég sá þig
Texta- og lagahöfundur: Sjana Rut
Flytjandi: Sjana Rut