Sjómannadagur á Ólafsfirði hefst alltaf á skrúðgöngu frá vigtarhúsinu við höfnina til kirkju, fyrir göngunni ganga fánaberar og voru fánaberar dagsins þau Elís Hólm og Hulda Teitsdóttir.
Við hátíðarmessuna predikaði sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, Jónína Björnsdóttir var með hugvekju dagsins og Ægir Ólafsson flutti hátíðarræðu og heiðraði 3 sjómenn,  þá Jón Jónsson, Hafstein Sæmundsson og Sigursvein H Þorsteinsson fyrir sjómannsferil þeirra.
Síðan lagði fermingarstúlkan Nadía Huldudóttir blómsveig að minnisvarða drukknaðra sjómanna.

Hér koma nokkrar myndir sem Guðný Ágústsdóttir tók í athöfninni.

Fánaberar dagsins voru þau Elís Hólm og Hulda Teitsdóttir

 

Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir predikaði

 

Fánaberar dagsins

 

Jónína Björnsdóttir fór með hugvekju dagsins

 

Ægir Ólafsson flutti hátíðarræðu og heiðraði 3 sjómenn

 

Sjómannamessa

 

Sjómenn heiðraðir

 

Kristín Adólfsdóttir og Hafsteinn Sæmundsson

 

Valgerður Sigurðardóttir og Sigursveinn H Þorsteinsson

 

Álfheiður Friðþjófsdóttir og Jón Jónsson

 

Nadía Huldudóttir lagði blómsveig að minnisvarða drukknaðra sjómanna

 

 

 

Myndir: Guðný Ágústsdóttir
Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir