Í Ólafsfirði er hlaupið frá íþróttamiðstöðinni kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 2,5 km ‐ 5 km og 10 km. Frítt í sund og sjávarréttasúpa í boði Rammans kl. 14:00
Fyrsta Kvennahlaup ÍSÍ var haldið 30. júní árið 1990 í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Hlaupið var í Garðabæ og á 7 stöðum um landið; á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Laugum í Þingeyjarsýslu, Grundarfirði, Stykkishólmi og í Skaftafellssýslu. Rúmlega 2.000 konur tóku þátt í Garðabæ og um 500 konur á landsbyggðinni. Nú taka árlega um 16.000 konur þátt á 45 stöðum hérlendis og 2 stöðum erlendis.
Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar. Kvennahlaupið höfðar til allra kvenna þar sem hægt er að velja mislangar vegalengdir. Engin tímataka er í hlaupinu og því ekki hlaupið nema til persónulegs sigurs.
Kvennahlaupið er haldið sem næst kvenréttindadeginum 19. júní þar sem höfðað er til samstöðu kvenna.
Innifalið í þátttökugjaldinu er kvennahlaupsbolurinn sem er úr dry-fit efni og verðlaunapeningur.
Barnabolirnir kosta 1.000 kr. og fullorðinsbolir 2.000 kr.
Frétt fengin af vef: Fjallabyggðar