Fyrir viku, laugardaginn 25. mars var tekið á móti nýju björgunarskipi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Siglufirði, þar sem það mun eiga heimahöfn. Skipið, sem hefur fengið nafnið Sigurvin, er annað af þremur nýjum björgunarskipum sem Landsbjörg hefur gengið frá kaupum á.
Sjóvá styrkti smíði þessara þriggja skipa um 142,5 milljónir króna en til stendur að endurnýja öll 13 björgunarskip Landsbjargar. Með nýju skipunum styttist viðbragðstími Landsbjargar á sjó um allt að helming og fela þau einnig í sér byltingu í aðbúnaði fyrir áhafnir og skjólstæðinga. Fyrsta skipið af nýju skipunum þremur, Þór, kom til Vestmannaeyja í október síðastliðnum og það þriðja er væntanlegt til Reykjavíkur nú í haust.
Mynd/ Sjóvá