Sveitarstjórn Skagafjarðar Fundaði þann 13. júní og fór m.a. yfir kosningu á nafni á sameinuðu sveitarfélagi Skagafjarðar og Akrahrepps. 

Kosið var samhliða sveitarstjórnarkosningum um nafn á sameinað sveitafélag og kosið var milli þriggja nafna, Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagafjörður og Hegranesþing.

Í kosningu fékk nafnið Skagafjörður meirihluta 1110 atkvæða af 2048 greiddum atkvæðum.

Sveitarstjórn samþykkti nýtt nafn sveitarfélagsins einróma með níu atkvæðum.