Í gær, mánudaginn 1. júlí, urðu þau tímamót í sögu FM Trölla að ræstur var á sendir á Sauðárkróki, sem þjónar bænum og stórum hluta Skagafjarðar.
Einnig nást útsendingar FM Trölla nú á Hofsósi.
Útsendingin er á FM 103.7 MHz eins og á Siglufirði, Ólafsfirði og norðanverðum Eyjafirði.
Skagfirðingar eru boðnir velkomnir í hlustendahóp FM Trölla.
Sendirinn á Sauðárkróki er fimmti sendirinn sem FM Trölli setur upp, en hinir fjórir eru á: Siglufirði, Ólafsfirði, Hrísey og Hvammstanga. Á Hvammstanga er tíðnin 102.5 MHz.
Þeir sem einhverra hluta vegna ná ekki radíósendingum FM Trölla geta hlustað hér á vefsíðunni trolli.is
Það er Hljóðsmárinn ehf sem á og rekur bæði útvarpsstöðina FM Trölla, og fréttavefinn Trölli.is
Eigendur Hljóðsmárans ehf eru hjónin Gunnar Smári Helgason og Kristín Sigurjónsdóttir, oft nefnd “Tröllahjónin”.
Myndirnar eru frá uppsetningu nýrra loftneta fyrir FM Trölla í Skagafirði.

Gunnar Smári og Þórður Hansen leggja á ráðin

Gunnar Smári Helgason og Þórður Hansen

Þórður Hansen á Sauðárkróki sá um hífingar

Fyrsta loftnetið að komast á sinn stað

Útsýnið er fallegt þarna uppi

Öll loftnetin komin upp