Guðmundur Elí Jóhannsson heldur úti “einmana raftónlistar-projectinu Oddweird.”

Guðmundur er uppalinn á Hólum í Hjaltadal og var að gefa út plötuna “Daydream Deluxe”.

Platan á Spotify


Um verkefnið:
Oddweird er eins manns raftónlistarmaskína keyrð áfram af Guðmundi Elí Jóhannssyni. Oddweird blandar ólíkum straumum s.s. franskri popptónlist, jazz, bossa nova í litríkri raftónlistar umgjörð.

Um plötuna:
Daydream Deluxe er óður til námsára Guðmundar þar sem sérhver morgunn hófst á langri strætóferð, með góða tónlist í eyrunum og smekkfullan haus af dagdraumum. Lögin af plötunni urðu til yfir nokkurra ára skeið og eru eins margslungin og þau eru mörg. Þrátt fyrir það, flæða lögin saman í einn litskrúðugan tónlistar-rússíbana.


Aðsent