Í gær var einstaklega fallegt veður hér á Tröllaskaga, sunnan blær og mældist mestur hiti á landinu á Siglufjarðarvegi 13,6°C.
Spáð er hlýju veðri og spáin fyrir morgundaginn er suðaustan 10-18 m/s og skúrir, en bjart með köflum á Norður- og Austurlandi.
Hiti 5 til 10 stig. Dregur úr vindi og skúrum þegar kemur fram daginn og kólnar, en vaxandi austanátt og fer að rigna við S-ströndina seint um kvöldið.
Fréttaritari brá sér út í skammdegisblámann með myndavélina til að leitast við að fanga þá einstöku birtu sem náttúran skartaði í gær. Myndirnar voru teknar á milli kl. 13.00 – 15.00. og er þeim raðað upp í tímaröð hér að neðan.

.

.

.

.

Aðalbakarí

Hólshyrnan

.

.

.
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir