Síðastliðinn föstudag var skemmdarverk framið í Skógræktinni á Siglufirði. Þarna hefur einhver/jir komið með sög og sagað borð í sundur, síðan var gerð tilraun til að kveikja í því.
Bjarni Þorgeirsson kom að skemmdarverkinu á laugardagsmorgun og sagði svona framkomu óskiljanlega. Ekki verður betur séð en ódæðið hafi verið beinn ásetningur eins og sjá má á myndunum.
Að sögn lögreglu er málið í rannsókn og miðar vel.
Því miður er þetta ekki í fyrsta skipti sem skemmdarverk eru framin í Skógræktinni á Siglufirði, sjá frétt: Ljótur leikur

Ekki er hægt að sjá annað á þessari mynd en að mætt hafi verið með prýðissög og að um einlægan ásetning sé að ræða

Gerð var tilraun til að kveikja í timbrinu

Óskiljanlegt skemmdarverk

Ljótt að sjá og því miður er það ekki einsdæmi að skemmdarverk séu framin í Skarðsdalsskógi
Myndir: Sigurður Ægisson