Skemmtilegt pílumót var haldið hjá Pílufélagi Fjallabyggðar um helgina, svokallað money in money out mót, þar sem allir þátttakendur leggja jafnt til og verðlaunin ráðast af heildarpotti mótsins. Keppt var í 501 (sido) og var stemningin góð frá upphafi til enda.
Mótið fór fram laugardaginn 10. janúar 2026. Húsið opnaði klukkan 16.00 og hófst keppni klukkan 17.00 og keppnisgjaldið var 2.500 krónur. Skráning fór fram á staðnum og mættu alls tuttugu keppendur til leiks, á öllum aldri, sem segir sitt um breidd og áhuga á pílukasti í Fjallabyggð.
Úrslit mótsins urðu á þessa leið. Í A-úrslitum sigraði Ægir Gunþórsson, en Björn Helgi Ingimarsson hafnaði í öðru sæti eftir harða og jafna keppni. Í B-úrslitum bar Jóhann Már Sigurbjörnsson sigur úr býtum og Garðar Halldórsson endaði í öðru sæti.
Mótið tókst vel í alla staði og var skýr mynd dregin upp af öflugu félagsstarfi Pílufélags Fjallabyggðar, þar sem áhersla er lögð á góða samveru, heilbrigða keppni og skemmtilega stemningu.
Myndir: facebook / Pílufélag Fjallabyggðar







