Skíðafélag Siglufjarðar er byrjað að undirbúa komandi vetur, eldri krakkarnir í alpagreinum eru byrjaðir á styrktaræfingum með þjálfara.
Mikill fjöldi iðkenda er í félaginu og gaman að segja frá því að ekkert brottfall er úr elsta árgangnum fyrir komandi vetur. Alls verða 14 iðkendur (12-15ára) frá SSS að keppa á bikarmótum víðsvegar um landið í vetur.
Félagið tekur fagnandi á móti nýjum iðkendum, ekkert aldurstakmark er til að taka þátt í æfingum með félaginu aðeins að vera lyftufær (alpagreinar) og í göngunni taka þjálfarar vel á móti litlum stubbum sem eru að byrja.
Miklar framkvæmdir eru á skíðasvæðinu núna og vonandi verður allt klárt þar þegar vertíðin byrjar, svæðið verður gjörbreytt og glæsilegt ef verk áætlanir ganga eftir.