Í dag, laugardaginn 6. apríl, mun Skíðafélag Ólafsfjarðar leggja skíðagöngubraut í Héðinsfirði sem verður tilbúin kl. 11:00. Brautin verður lögð frá Grundarkoti og eitthvað inn fyrir Ámá. Skíðaæfing félagsins verður því í Héðinsfirði í dag og ætla foreldrar að fjölmenna. Best er að leggja bílum á bílastæðinu og fara varlega yfir veginn.
Skíðasvæðið í Tindaöxl Ólafsfirði verður opið frá kl. 13:00-16:00 i dag laugardag. Kvöldopnun verður svo á Skíðasvæðinu í Tindaöxl frá kl 20:00-22:00 fyrir 16 ára og eldri.
Lyftugjald inniheldur fjallakakó og kostar 1.000 kr.
Tónlist og stemmning í fjallinu og Bárubrautin verður að sjálfsögðu troðin líka.