Skíðagönguskemmtihópur SSS hittist á Hóli á þriðjudögum kl 17:30 (fimmtudagar kl 17:30 eru vara).

Krakkaæfingar eru á sama tíma og eru foreldrar hvattir til að skella sér með.

Takmarkið er að hafa gaman, hreyfa sig og verða auðvitað betri á gönguskíðum segir á facebooksíðu hópsins.

Vetrargjaldið er 10.000. Innifalið er leiðbeiningar þjálfara, aðgengi að viðburðum og áburðarþjónusta fyrir 1 skíðapar (að andvirði 4.000).

Millifærið á Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg (kennitala: 590269-0779, banki: 0348-03-400803) og sendið kvittun á jongardar79@gmail.com.