Nú líður að því að skíðasvæðinu í Skarðsdal verði lokað þennan veturinn.

Á vefsíðu Skarðsdals segir.

Við og höfum ákveðið að svæðið verði lokað núna mánudag, þriðjudag og miðvikudag en opið verður þessa daga fyrir æfingar hjá börnum sem eru að undirbúa sig fyrir Andrésar Andarleikana opnum svo á sumardaginn fyrsta og verðum með opið yfir helgina og verður sunnudagurinn sá síðasti þennan veturinn og vonandi sjáum við sem flesta á skíðum um helgina. Sjáumst hress á sumardaginn fyrsta.