Fjallabyggð auglýsir eftir aðila/aðilum sem kunna að hafa áhuga á að taka að sér rekstur og umsjón með tjaldsvæðum Fjallabyggðar á Siglufirði. Um er að ræða tvö tjaldsvæði, í miðbæ Siglufjarðar og sunnan við snjóflóðavarnargarðinn Stóra Bola.

Sumarrekstur tjaldsvæða hefst að jafnaði 12. maí og lýkur 15. október, ef aðstæður leyfa.

Samningur er gerður til eins árs.

Helstu verkefni:

  • Verktaki er ábyrgur fyrir að halda skrá yfir fjölda gesta tjaldsvæðanna og skilar greinargerð til Fjallabyggðar á hverju hausti.
  • Gerð er krafa um sýnileika umsjónaraðila með kynningu á tjaldsvæðunum.
  • Umsjónaraðili skal vera í samstarfi við Fjallabyggð varðandi kynningu tjaldsvæðanna á þjónustusíðu sveitarfélagsins.
  • Gerð er krafa um að umsjónaraðili hagi rekstri sínum með þeim hætti að hann þjóni sem best breiðum hópi notenda svæðisins.
  • Á opnunartíma svæðisins er gerð krafa um að salerni séu þrifin daglega og umgjörð tjaldsvæðanna sé hin snyrtilegasta.
  • Umsjónaraðili skal annast og bera ábyrgð á allri innheimtu tjaldsvæða- og gistigjalda.
  • Einnig sér umsjónaraðili um að viðhaldi innandyra á þjónustuhúsum sé sinnt s.s. þrif, málun og annað létt viðhald í samstarfi við Fjallabyggð.

Reynsla og þekking á ferðaþjónustu og rekstri er kostur.

Umsóknir skulu berast á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is. Með umsókn skal skila starfsferilsskrá þar sem menntun og reynsla umsækjanda er tilgreind ásamt stuttri greinargerð um sýn á rekstur tjaldsvæðanna.

Umsóknarfrestur er til 2. maí 2018

Frekari upplýsingar veita Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi í síma 4609100, lindalea@fjallabyggd.iseða Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála í síma 4649100, rikey@fjallabyggd.is

Frétt fengin af vef : Fjallabyggðar
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir