Mennta- og barnamálaráðherra hefur samþykkt tillögu Íþróttanefndar um úhlutun styrkja úr Íþróttasjóði fyrir árið 2024. Úthlutað er til 74 verkefna fyrir alls 27,9 milljónir.

Á meðal annars hlaut Skotfélag Ólafsfjarðar styrk að upphæð 300.000 kr. til kaupa á leirdúfukastvélum.

Nefndinni bárust alls 179 umsóknir að upphæð rúmlega 250 m.kr. um styrki úr Íþróttasjóði fyrir árið 2024.

Alls voru 114 umsóknir um styrki til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana að upphæð rúmlega 157 m.kr. Styrkumsóknir um fræðslu- og útbreiðsluverkefni voru 54 að upphæð um 62,8 m.kr. og umsóknir vegna íþróttarannsókna voru 11 að upphæð rúmlega 30,5 m.kr.

Nánari upplýsingar eru veittar á vef Rannís sem annast umsýslu sjóðsins fyrir mennta- og barnamálaráðuneytið.

Mynd / Magnús G. Ólafsson